Skip to main content
Uncategorized @is

Viðgerð er lokið á aðalvél Lagarfoss

By febrúar 16, 2021desember 23rd, 2021No Comments

https://fb.watch/8cfMRWDqE7/

Á tæpum 6 vikum var skipt um sveifarás í vélinni. Vélin tekin í sundur stykki fyrir stykki og sett saman aftur.

Vélin sem er 9 cylindra MaK M43 – er 10 þúsund hestöfl og vigtar 126 tonn.

Til þess að framkvæma sveifarásskiptin var vélin hífð upp og sveifarásnum slakað niður undan henni. Opnað var gat fram í lest skipsinns og ásinn dregin þangað fram.

Leigðar voru 25 tonna lofttalíur erlendis frá og smíðað var burðarvirki ofan á gámadekkið sem vélin var hífð upp í.

Til þess að flytja 16 tonna sveifarásinn var smíðuð braut sem komið var fyrir undir vélinni og ásinn dregin á hjólavagni fram í lest.

Nýi ásinn fór svo sömu leið inn og undir vélina.

Ekki þekkjast nein dæmi þess að sveifarás í svona vél hafi brotnað áður og ekki er enn vitað hver orsökin er. Brotni sveifarásinn verður fluttur út til Þýskalands til rannsóknar.

Stálsmiðjan Framtak sá um viðgerðina.

Stálsmiðjan Framtak hefur í gegnum árinn framkvæmt nokkrar svona viðgerðir en þó enga af þessari stærðargráðu.

Til þess að svona viðgerð heppnist þarf að koma til frábær mannskapur, gott skipulag, mikil útsjónarsemi og ekki síst jákvætt hugarfar.

Í þessu verkefni voru engin vandamál. Bara verkefni sem þurftu úrlausnar við.