Flotkvíar Hafnarfirði

Stóra flotkví ( I ). Litla flotkví ( II ).
Lengd : 140 m. Lengd : 116 m.
Breidd : 16,5 m Breidd : 16,0 m.
Djúprista : 13,0 m Djúprista : 7 m.
Lyftigeta : 13.500 t. Lyftigeta : 2.750 t.

 

Vélsmiðjan hefur sérhæft sig í allri þjónustu og viðhaldi á skipum og bátum.  Veitt er heildarþjónusta við útgerðarfyrirtæki, þannig að við sjáum um að samhæfa allar viðgerðir og útvegum varahluti þannig að skip séu sem styst frá veiðum vegna viðhalds.
Mikil aukning hefur verið í þjónustu við erlendar útgerðir, bæði við skip sem eru við veiðar á Norður-Atlantshafi og einnig við skip sem hafa komið gagngert til viðgerða til Íslands.

Meðal verkefna í stóru flotkvínni á síðustu misserum má nefna slipptöku á öðrum stærsta rækjufrystitogara í heimi sem er frá Grænlandi. Togarinn MARKUS er 70 m langur og 16,2 m á breidd og ristir um 8,5 m og viktar um 5000 tonn, systurskipið er gert út frá Kanada