Véladeild
Vesturhraun 1
210 Garðabær
Í vélaverkstæði Stálsmiðjunnar Framtaks starfa menn sem hafa að baki langan starfsaldur til sjós og lands og þar hefur safnast saman þekking úr mörgum greinum atvinnulífsins.
Margir hafa reynslu sem vélstjórar og aðrir hafa unnið í landi við ýmiss störf. Geta til að takast á við fjölbreytt verkefni hefur alltaf verið aðalsmerki deildarinnar og gert hana eftirsóknarverða fyrir menn sem þurfa að ljúka námi með vinnutíma í greininni, því að þeir hafa getað gengið að því vísu að verkefnin eru fjölbreytt. Deildin er vel búin tækjum til að sinna þeim verkefnum sem hún tekur að sér.
Meðal tækja eru:
- Optaligning afréttingar búnaður.
- SKF leguhitarar.
- Sveigjumælir sem skilar mælingum beint í tölvu, hægt að keyra saman mismunandi mælingar og sjá hvort breyting hefur átt sér stað.
- Vökvaherslu lykill.
- Rafmagnsherslulykill með átak 4700NM
- Grófleika mælir fyrir fóðringar.
- Tæki til að skoða ástand strokkfóðringa og ventla í gegnum til dæmis spíssagöt.
- Flir Hitamyndavél
- Titringsmælir
- Þykktarmælir fyrir málma
Endurmenntun er mikilvægur hluti í starfi hvers fyrirtækis. Starfsmenn véladeildar hafa sótt námskeið m.a. hjá MAK, B&W Alpha, Shottel, Ibercisa, MKG, C.C.Jensen, Wencon, Huhnseal, DESMI, ITUR og KBB auk fjölda annara framleiðanda.