
Viðhaldsstopp Reykjanesvirkjunar
- Kerfisstjóri
Undafarnar vikur hefur Framtak unnið að ýmsum viðhaldsverkefnum á gufuveitu og vélbúnaði Reykjanesvirkjunar.
Önnur vélasamstæða virkjunarinnar var keyrð niður í byrjun ágúst og hefur flokkur manna undir stjórn Harðar Steingrímssonar unnið að ýmsum endurbótum. Meðal verkefna er upptekt á gufutúrbínunni sjálfri. Gert er ráð fyrir að vélin verði komin í rekstur aftur 10 september.