Vinna hafin við uppsetningu á vélasamstæðum Hellisheiðarvirkjunar

skrifað 28. nóv 2009

Vinna hafin við uppsetningu á vélasamstæðum Hellisheiðarvirkjunar
Hafin er vinna fyrir Mitsubishi Corporation og Balcke Durr við uppsetningu á tveimur vélasamstæðum. Um er að ræða gufuaflsvélar 5 og 6 sem settar verða upp í nýju húsnæði Orkuveitunnar við Hellisheiðarvirkjun.

Vélasamstæðurnar og allur búnaður sem þeim fylgir kom til landsins í vor og var þá unnið við að flytja hann upp á Hellisheiði. Undirbúningur verksins er búinn að standa yfir undanfarin mánuð og er gangsetning áætluð í maí 2011.

Vinna hafin við uppsetningu á vélasamstæðum Hellisheiðarvirkjunar Vinna hafin við uppsetningu á vélasamstæðum Hellisheiðarvirkjunar