Viðhaldsstopp Reykjanesvirkjunar

skrifað 17. ágú 2014

Lokahús Nú er lokið fyrra viðhaldsstoppi Reykjanesvirkjunar sem er árlegur viðburður. Tekinn er niður annar hluti virkjunarinnar og er þá tækifærið notað til að lagfæra lagnir og loka og annan búnað sem eru slitnir eða tærðir.

Búnaður virkjunarinnar verður oft fyrir mikilli áraun í erfiðu jarðhitaumhverfi á Reykjanesinu. T.d. þurfti að skipta um hné með miklum tæringarsprungum í rörlögn, rörlögninni var breytt í leiðinni til að minnka spennur í lögninni.

Á myndum má sjá keilu úr svokölluðum "Ellaloka" Lokinn er notaður á holutopp borhola til að stýra gufuflæði holunnar inn á safnæðakerfið. Það má sjá hvernig gufan nær að skera skarð í keiluna þó að rafsoðin sé harðsuða á keiluna utanverða.

Ljósmyndir Hörður Steingrímsson

Lokahús 2keila Keila úr Ellaloka