Viðgerð á tannhjóli úr Togspili togara

skrifað 11. mar 2015

Rafsuðumenn að störfum Viðgerð stendur yfir á tannhjóli úr togspili á togaranum Jóni Vídalín frá vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Miðjan í tannhjólinu sprakk úr eftir áratuga notkun og er verið að smíða nýja miðju í hjólið og rafsjóða miðjuna í og afglóða síðan þann hluta sem soðinn var til að losa stálið við spennu. Afglóðunin fer þannig fram að hitamottur eru festar á stálið og einnig eru soðnar á stálið hitaþreifarar sem iðntölvur keyra hitastigið eftir á rafmagnsmotturnar. Mottur þessar eru í raun rafmagnselement sem er einangrað í keramic einangrara og það getur hitað upp í 1200°C, en við hitum þetta um 35°C/klst upp í 600°C og höldum því hitastigi í fjórar klukkustundir og þá hefst kólnunarferill um 25°C/klst niður í 20°C.