Vélasamstæður 5 og 6 komnar á stall

skrifað 07. nóv 2010

Vélasamstæður 5 og 6 komnar á stall Tvær síðustu vikur hafa farið í það að koma vélasamstæðum 5 og 6 á stall í nýju stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar. Það er mikil aðgerð að flytja og hífa þau 6 stykki sem samtaks vega um 500 tonn. Framkvæmd sem krefst mikillar útsjónarsemi og starfsmanna sem hugsa verkefnin út frá lausnum.

Verkefnið gekk í alla staði mjög vel og nú hefst vinna við samsetningu vélana og alls þess búnaðar sem þeim fylgir.

Framtak þakkar Mannvit, ÁB lyftingu og ET gott samstarf við lausn þessa verkefnis.