Slippurinn

skrifað 09. júl 2014

Tjaldur SH-270 og Sóley Sigurjónsdóttir GK-200 Verkefnastaðan í Slippnum í Reykjavík hefur verið mjög góð á þessu ári, nýverið var Ottó N. Þorláksson RE-203 í aðalvélarupptekt ásamt öxuldrætti og stýrisviðgerð og svo heilmálun.
Í dag er uppi í slipp Tjaldur SH-270 og Sóley Sigurjónsdóttir GK-200, einnig eru starfsmenn fyrirtækisins Stálsmiðjan Framtak að vinna í skipum sem eru bundin við bryggju t.d. Tómas Þorvaldsson GK10, Sturla GK-12, Örvar SH-777, Kristrún RE-177, Jóhanna Gísladóttir ÍS-7, Baldvin Njálsson GK-400, og Ottó N. Þorláksson RE-203.

Ljósmyndir Hilmar Kristinsson