Sjávarútvegssýningin 2011

skrifað 11. okt 2011

Sjávarútvegssýningin 2011 Í sýningarlok! Nú þegar Sjávarútvegssýningunni 2011 er lokið, viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu gestum sem heimsóttu sýningarbásinn okkar.

Aðsókn að sýningunni var mjög góð og við fengum fjölda fyrirspurna, sem margar koma í fyllingu tímans til okkar í formi pantana. Reynslan sýnir að raunveruleg sala fer ekki endilega fram á sýningunni sjálfri. Þar myndast gjarnar tengsl sem leiða til viðskipta í framtíðinni, auk þess sem eldri tengsl eru aukin og styrkt.

Nokkrir fulltrúar erlendra birgja komu sérstaklega til landsins vegna sýningarinnar og eru þeir alltaf mikill styrkur fyrir okkur, auk þess sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að ræða við þessa sérfræðinga um hin ýmsu málefni.

Fyrirtækjasamsteypan; Stálsmiðjan ehf, Framtak ehf og Framtak-Blossi ehf þakka öllum viðskiptavinum og gestum enn og aftur fyrir komuna og vænta þess að eiga við þá góð viðskipti í framtíðinni, sem og hingað til.

Successful Icelandic Fishery Exhibition 2011

Now when the exhibition is over, we want to say thanks to all the customers and guests who visited our stand. Also and not at least, we want to express our gratitude to the representatives of our foreign coop partners and suppliers, who came to Iceland to assist us during the event.

We had representatives from MaK, Wencon DK and Metalock Engineering Hamburg and all of them gave our clients the possibility to discuss the various issues directly with experts in their field.

Thank you all – we look forward to see you all soonest!

Sjávarútvegssýningin 2011