SKF námskeið

skrifað 22. des 2015

Stálsmiðjan-Framtak ehf. hefur fest kaup á titringsmæli frá SKF. Í framhaldi af því kom starfsmaður frá SKF og hélt námskeið í Vesturhrauninu fyrir 10 starfsmenn fyrirtækisins, þar sem hann kenndi notkun tækisins. Stálsmiðjan-Framtak ehf. mun í náinni framtíð bjóða uppá jafnvægisstillingu og titringsmælingu með nýja mælinum frá SKF.

SKF Microlog CMXA 75

Titringsmælirinn er til að mæla titring í legum hreyfla. Hann er notaður í fyrirbyggjandi viðhaldi til þess að safna upplýsingum um hita og titring í legum hreyfils og er viðhaldi síðan stjórnað út frá þeim upplýsingum. Innbyggt í SKF Microlog CMXA 75 eru öll tíðnisvið SKF lega.

Ljósmyndir Jón Hansson

SKF námskeiðSKF námskeiðSKF námskeiðSKF námskeið