Hitun á Vatni í Reykjanesvirkjun

skrifað 16. apr 2014

reykjanesvirkjun2009_640
www.agabjarn.blog.is
Ágúst H. Bjarnason Deild fyrirtækisins sem vinnur fyrir HS Orku í Reykjanesvirkjun vinnur stundum að Nýsköpun, sem felst í því að hita upp kallt vatn með umframgufu sem fellur til við rafmagnsframleiðslu í Reykjanesvirkjun, en orkuverið hefur getu til að framleiða 100Mw af rafmagni. Það er kannski ekki nýsköpun að hita upp vatn hjá HS Orku því það hefur verið gert í Svartsengi frá því 1976 og er orkuverið varmaskiptastöð þar sem vatn er hitað upp með jarðgufu og hefur nýst suðurnesjamönnum bráðum í fjörutíu ár ásaamt rafmagnsframleiðslu.

En í Orkuveri 1. sem var fyrsta orkuverið sem var byggt í Svartsengi, var tekin niður forhitari úr einni af fjórum rásum orkuversins og hann fluttur út á Reykjanes og settur þar niður og tengdur við hljóðdeyfir þar sem umframgufa er nýtt, því hefur tilraunahitun hafist á heitu vatni í Reykjanesvirkjun enda fellur mikið til af orku sem mætti nýta betur.
P1010322 P1010323 P1010325

Ljósmyndir Hörður Steingrímsson