Nýr leiser til afréttinga

skrifað 11. jan 2012

Í meira en 10 ár hefur Framtak tekið að sér afréttingar á ýmsum vélbúnaði. Dælur, mótorar, gírar og vélar hafa verið réttar af og stilltar með leisertæki Framtaks. Nú í haust endurnýjaði Framtak þennan búnað og tók í notkun nýja gerð af afréttingarleisir frá fyrirtækinu PRUFTECHNIK.

Nýr leiser til afréttinga Nýja tækið vinnur á fleiri punktum sem gerir það mun nákvæmara auk þess sem það býður upp á "live monitoring" aðgerð sem gerir alla vinnu mun skilvirkari. Tækið réttir af jafnt Lárétta- og lóðréttaása auk þess sem hægt er að stilla það sérstaklega fyrir hitabreytingum sem gerir afréttingu á til dæmis frystipressum nákvæmari. Að lokinni afréttingu er síðan prentuð út niðurstöðuskýrsla.