Línufræs

Línufræs 2 Stálsmiðjan-Framtak var að bæta við verkfæraflóruna hjá sér nýju verkfæri sem er hannað til þess að línubora eða fræsa t.d. vélablokkir stefnissrör eða eitthvað sem þarf að renna að innan. Fræsarnir sem eru til eru heimasmíðaðir, en hafa gert sitt gagn.

Þetta verkfæri er gert til þess að flytja með sér út á land eða þangað sem þörf er á. Í þessu tilfelli sem myndirnar lýsa er verið að línubora semsetningar augu á (bómu) byggingarkrana sem voru orðin slitin.

Línufræs 3 Línufræs 4 Línufræs

Ljósmyndir Árni Pálsson