Hreinsivirki RIO TINTO ALCAN

skrifað 08. okt 2013

DSC_0620 Stálsmiðjan Framtak hefur verið með mannskap við uppsetningu á Hreinsivirki fyrir Rio Tinto Alcan í Álverinu í Straumsvík í rúmt ár og miðar verkinu vel áfram og stenst verkáætlun. Við erum undirverktakar hjá Ístak og setjum upp aðra af tveimur hreinsivirkjum sem eru í uppsetningu. Búnaðurinn kemur allur forsmíðaður frá Kína og er sandblásinn og málaður hjá ÍSTAK.