Hljóðgildra í Reykháf

skrifað 16. okt 2014

WP_20141016_007 Síðasta stóra kranahífingin fór fram í dag á athafnasvæði Rio Tinto Alcan í Straumsvík við niðursetningu á stórum panelum inn í útblásturs reykháf til að stýra lofti frá fjórum stórum blásurum, eins skonar leiðiblöð. Einnig var hljóðgildru komið fyrir ofan í útbásturs reykháf, þetta er gert til að fyrirbyggja hljóðmengun frá álverinu í íbúabyggð. Við verkið var notaður 300 tonna krani til að ná upp í þessa hæð og fjarlægð, svo var notaður 200 tonna krani til að lyfta mannkörfu til að ná upp í reykháfinn.

Krækja á myndband