Búðarháls, Vél 1-Þrýstilega og Rótor

skrifað 29. maí 2013

2013-05-29 15 Stálsmiðjan Framtak hefur unnið fyrir Voith í Búðarhálsvirkjun undanfarin tvö ár við stálvirkjasmíði og svo undanfarna mánuði við niðursetningu á vélbúnaði virkjunarinnar fyrir VG Power og Voith. Þess má geta að rafallinn (stator, sátur) er undinn, lakkaður og settur saman á staðnum og rótorinn einnig. Túrbínan er að sjálfsögðu sett saman á staðnum í stórum hlutum, verkið er á áætlun og miðar ágætlega áfram.

Búðarháls, Vél 1-Þrýstilega og Rótor Þetta er öxullinn sem sest ofan á þrýstileguna sem er hvítmálmslega. Hér er unnið við þrýstileguna. Legan klár og verið að setja hlífarnar yfir. Fyrsta háspennumastrið að rísa upp við spennuvirkið. Rótorinn hífður á sinn stað 2013-05-29 15