Aðalvélarupptekt

skrifað 11. des 2014

2014-12-11 09

Togarinn Otto N. Þorláksson í eigu Granda er með bilaða aðalvél sem þarf að taka upp, ákveðið var að hífa vélina upp úr skipinu í stað þess að basla við þetta í þröngu vélarrúmi um borð. Þurfti að brenna passandi gat á millidekkið og efra dekkið, og hífa vélina upp úr skipinu og setja á vélavagn og flytja að Vesturhrauni 1. til upptektar, þá fyrst verður tekin ákvörðun um framhaldið. ET flutti vélina og DS-Lausnir sá um hífingu.

Ljósmyndir Gústav Eiríksson