Viðgerð á Hvatakút

skrifað 01. júl 2012

Nýverið lauk Framtak viðgerð á hvatakút í metanol verksmiðju CRI í Svartsengi. Kúturinn er þrýstihylki sem vinnur á 80 bara þrýstingi og ekki var möguleiki að taka hann í sundur. Þegar verksmiðjan er ekki í notkun er haft köfnunarefni inná kútnum til að hindra að súrefni komist inní hann. Botnflangsin er 1 metri í þvermál og 150mm þykkur.

Viðgerð á Hvatakút Verkefnið var því að skera upp sprunguna. Komast fyrir endann á henni. Sjóða í sárið og síðan að afglóða allan flangsin á eftir. Undirbúningur verksins tók nokkrar vikur og þurfti meðal annars að smíða hitagjarðir með elementum til að setja yfir flangsin og kútinn. Þegar tókst að komast fyrir endann á sprungunni var skurðarsárið orðið tæpur hálfur metra á lengd og 55mm að dýpt. Það tók 16 klukkutíma að sjóða upp sárið og var hitastiginu haldið í 200°c allan tíman. Að þeirri vinnu lokinni var einangrun komið á og hitastigið keyrt upp í áföngum þar til 600°c var náð. Tók sú aðgerð nokkra sólarhringa en unnið var á vöktum. Eftir að viðgerð lauk var kallað eftir hljóðbylgjutæki frá Bretlandi sem var nógu öflugt til að skjóta í gegnum svona þykkan flangs. Engir gallar komu fram í viðgerðinni og flangsin því útskrifaður.