Afglóðun á Stýrisstamma

skrifað 22. okt 2014

Hitanemarnir komnir á sinn stað. Stálsmiðjan-Framtak hefur yfir að ráða búnaði til að afglóða eða hitameðhöndla stál eftir vinnslu t.d. rafsuðu til þess að eyða spennu sem myndast í efninu eftir suðuferla þegar efnið kólnar. Í þessu tiltekna máli var verið að smíða stýris öxul á skip, flansinn sem boltast á stýrið var tekin af gamla öxlinum (sem varð fyrir tjóni) og soðinn aftur á nýja öxulinn og tekinn í hitameðferð eftir suðu. Flansinn var hitaður upp um 35°C á klukkustund upp í 600°C, hitanum haldið þar í fjóra tíma og þá hefst kólnunarferli sem er 25°C á klukkustund, Þetta hitaferli tekur um 45. klukkustundir.
Notuð voru 7 hita element, hvort um sig 1350w, hitageta 9,4kw á fullu afli.